top of page

Dagur 6: 20.05.2016

Í dag vöknuðum við hálf 10 og fengum okkur morgunverðarhlaðborð sem innihélt luckycharms. Strax eftir morgunmat tókum við saman dótið okkar og lögðum af stað í stöðvarhúsið og skelltum okkur í lyftu sem fer með okkur um 250 metra niður í jörðina en það var hægara sagt en gert því þegar því þegar við komum okkur fyirir í lyftunni kom overload því þyngslin í okkur 5 voru greinilega bara of mikil svo við fórum bara í tveimur ferðum. Við skoðuðum tækin og tólin í Blöndu og fengum ítarlega kynningu frá honum Gunnari Óla um hvernig Blönduvirkjun virkar og hvað hvert og eitt tæki gerir. Eftir einn og hálfan tíma í blöndu héldum við í Starfsmannahúsið og fengum æðislegan hádegismat. Eftir hádegismat drifum við okkur upp í einbýlishús fyrrum stöðvarstjóra, þar sem við gistum, tókum saman dótið okkar í kvelli og héldum heim á leið. Á leið okkar úr virkjuninni skoðuðum við hvar vatnið rennur út úr virkjuninni og líka hvar hægt er að keyra niður í blöndu eða niður í jörðina. Við héldum síðan bara áfram keyrslunni til Reykjavíkur og lögðum okkur á leiðinni.

bottom of page